23. maí 2022

M-listi hefur kært framkvæmd kosninganna

M-listi Miðflokksins hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ til úrskurðarnefndar kosningamála. Í kærunni er vísað til þess að kjörseðill hafi verið þannig gerður að ekki hafi gætt jafnræðis með framboðum.

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

M-listi Miðflokksins hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ til úrskurðarnefndar kosningamála.  Í kærunni er vísað til þess að kjörseðill hafi verið þannig gerður að ekki hafi gætt jafnræðis með framboðum. Yfirkjörstjórn Garðabæjar barst tilkynning um kæruna 20. maí sl. frá úrskurðarnefnd kosningamála og hefur yfirkjörstjórn Garðabæjar verið veittur frestur til þriðjudags 24. maí nk. að veita umsögn um kæruna.  

Sjá frétt hér um endurtalningu úr sveitarstjórnarkosningunum og niðurstöðu úr sveitarstjórnarkosningunum 18. maí 2022.