20. maí 2022

Ærslabelgir í Garðabæ

Ærslabelgir eru gríðarlega vinsælir um þessar mundir. Um er að ræða uppblásnar hoppudýnur sem koma í allskyns stærðum og gerðum. Hugmyndin og virknin er einföld; á ærslabelg eiga allir að geta notið sín og leikið sér við að hoppa og skoppa.

  • Ærslabelgur við Hofsstaðaskóla
    Ærslabelgur við Hofsstaðaskóla

Ærslabelgir eru gríðarlega vinsælir um þessar mundir. Um er að ræða uppblásnar hoppudýnur sem koma í allskyns stærðum og gerðum. Hugmyndin og virknin er einföld; á ærslabelg eiga allir að geta notið sín og leikið sér við að hoppa og skoppa. 

Búið er að setja upp 100 ærslabelgi um allt land og hafa þeir notið mikilla vinsælda og þar af eru þrír í Garðabæ, og fleiri á leiðinni. Ærslabelgirnir í Garðabæ eru staðsettir við Hofsstaðaskóla,  í Bæjargarði og við Álftaneskóla. Opnunartími ærslabelgjanna  sem staðsettir eru við skólana eru frá kl. 16 til 21 þar til skólar loka fyrir sumarið, og eftir það eru þeir opnir frá 10 til 21. Ærslabelgurinn í Bæjargarði er opinn alla daga frá kl. 10 til 21.

Hér er hægt að sjá staðsetningu allra ærslabelgja á Íslandi á korti.

Við hvetjum alla Garðbæinga, stóra sem smáa, að hoppa á ærslabelgjunum í sumar!