18. maí 2022

Stjörnuhlaupið 2022

Stjörnuhlaupið fer fram síðdegis laugardaginn 21. maí og líkt og í fyrra verður hlaupið ræst kl. 16:00. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir, annars vegar 10 km hring og hins vegar 4 km hring.

  • Stjörnuhlaupið 2021
    Stjörnuhlaupið 2021

Stjörnuhlaupið fer fram síðdegis laugardaginn 21. maí og líkt og í fyrra verður hlaupið ræst kl. 16:00. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir, annars vegar 10 km hring og hins vegar 4 km hring (ræst stuttu eftir 10 km hlaupið).

Hlaupið hefur nú eignast nýja stórglæsilega heimahöfn – Miðgarð sem er hið nýja glæsilega fjölnota íþróttahús Garðbæinga. Báðar vegalengdir verða ræstar frá Miðgarði og enda þar. Aðstaða fyrir þátttakendur er eins góð og hugsast getur. Gott aðgengi að salernum, hægt að geyma verðmæti á öruggum stað meðan hlaupið er, upphitun fyrir hlaup og teygjur eftir hlaup við kjöraðstæður. Fyrir þá sem það vilja er einnig hægt að skola af sér eftir hlaup.

Líkt og í fyrra fer hlaupið svo til alfarið fram á göngustígum Garðabæjar. Allir velkomnir!

Allar upplýsingar um hlaupið er að finna á fésbókarsíðu hlaupsins og á vefnum hlaup.is fer fram skráning í hlaupið.

Stjornuhlaup2022_hlaupaleidir