Fréttir: maí 2022 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

13. maí 2022 : Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 14. maí

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni við Skólabraut og Álftanesskóla við Breiðumýri. Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Lesa meira

12. maí 2022 : Ný reiðhöll Sóta á Álftanesi vígð

Þriðjudaginn 10. maí sl. var ný reiðhöll hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi vígð. Fulltrúar úr bæjarstjórn Garðabæjar ásamt forsvarsmönnum Sóta klipptu sameiginlega á borða við þetta tækifæri og ungmenni úr hestamannafélaginu sýndu listir sínar á fögrum fákum í reiðhöllinni.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

10. maí 2022 : Úttekt vegna starfsemi sem fram fór í daggæslu og á leikskóla

Í desember 2021 ákvað Garðabær að gera úttekt á starfsemi sem fram fór í daggæslu og á leikskóla sem hjónin Beverly Sue Gíslason og Einar Gíslason ráku í Garðabæ með hléum á árunum 1996-2014 og verklagi sveitarfélagsins vegna starfseminnar.

Lesa meira
Uppbygging hefst í Vetrarmýri

6. maí 2022 : Uppbygging hefst í Vetrarmýri

Föstudaginn 6. maí var undirritaður samningur á milli Garðabæjar og Framkvæmdafélagsins Arnarhvols um úthutun lóða í Vetrarmýri. Í fyrsta áfanganum voru boðnir út u.þ.b. 26.000 fermetrar af fjölbýli og 26.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum.

Lesa meira
Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Kauptúni

6. maí 2022 : Nýr leikskóli við Kauptún í Garðabæ

Fimmtudaginn 5. maí tóku bæjarfulltrúar í Garðabæ ásamt formanni leikskólanefndar skóflustungu að nýjum leikskóla við Kauptún í Garðabæ. Hress og kát börn úr kór leikskólans Hæðarbóls í Garðabæ mættu á svæðið og sungu fyrir viðstadda á athöfninni.

Lesa meira
Urriðaholt útivistarsvæði

6. maí 2022 : Náttúruuplifun og leikur á nýju útivistar- og íþróttasvæði í Urriðaholti

Fimmtudaginn 5. maí tók Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skóflustungu að nýju útivistar- og íþróttasvæði í Urriðaholti í Garðabæ.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

5. maí 2022 : Stafræn sveitarfélög - samstarfsverkefni

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur.

Lesa meira
Hreinsunarátak Garðabæjar

5. maí 2022 : Bæjarfulltrúar tóku þátt í hreinsunarátakinu

Í ár hófst Hreinsunarátak Garðabæjar á Degi umhverfisins 25. apríl sl. og stendur enn yfir eða til 9. maí nk þegar vorhreinsun lóða hefst. Bæjarfulltrúar í Garðabæ létu sitt ekki eftir liggja og tóku að venju þátt í hreinsunarátakinu.

Lesa meira
Opnunarhátíð Miðgarðs

2. maí 2022 : Fjör við opnun Miðgarðs

Hið nýja fjölnota íþróttahús Garðabæjar, Miðgarður, var opnað með formlegum hætti laugardaginn 30. apríl sl. þegar boðið var til hátíðar í húsinu frá 13-16. Fjölbreytt skemmtidagskrá var í húsinu og gestum gafst kostur á að skoða íþróttamannvirkið

Lesa meira
Síða 2 af 2