5. maí 2022

Bæjarfulltrúar tóku þátt í hreinsunarátakinu

Í ár hófst Hreinsunarátak Garðabæjar á Degi umhverfisins 25. apríl sl. og stendur enn yfir eða til 9. maí nk þegar vorhreinsun lóða hefst. Bæjarfulltrúar í Garðabæ létu sitt ekki eftir liggja og tóku að venju þátt í hreinsunarátakinu.

  • Hreinsunarátak Garðabæjar
    Bæjarfulltrúar tóku þátt í Hreinsunarátaki Garðabæjar

Hreinsunarátak Garðabæjar er árviss viðburður þar sem nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í að hreinsa til í umhverfinu.  Í ár hófst hreinsunarátakið á Degi umhverfisins 25. apríl sl. og stendur enn yfir eða til 9. maí nk þegar vorhreinsun lóða hefst.  Bæjarfulltrúar í Garðabæ létu sitt ekki eftir liggja og tóku að venju þátt í hreinsunarátakinu.  Hér má sjá nokkra bæjafulltrúa samankomna við Ásgarð að hreinsa til í kringum lækinn. 

Vorhreinsun lóða 9.-20. maí

Framundan er vorhreinsun lóða en þá eru Garðbæingar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar og verktakar verða á ferðinni þessa daga og fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Gróður á lóðum - leiðbeiningar um alhliða ræktun

Upplýsingar um hverfaskiptingu í vorhreinsun má sjá hér á vef Garðabæjar

Tökum öll þátt í að halda bænum okkar snyrtilegum!

Hreinsunaratak_baejarfulltruar_april2022-2-Large-

Hreinsunaratak_baejarfulltruar_april2022-1-Large-