13. maí 2022

Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 14. maí

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni við Skólabraut og Álftanesskóla við Breiðumýri. Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni við Skólabraut og Álftanesskóla við Breiðumýri. Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar má finna á kosningavef stjórnarráðsins, kosning.is.

Einnig má finna hér á vef Garðabæjar upplýsingar um framboð í Garðabæ, kjörskrá, kjörfund og utankjörfundaratkvæði

 Á kjördag, laugardaginn 14. maí, verður birt frétt á vef Garðabæjar þar sem kjörsókn verður birt yfir daginn og áætlað verður að birta fyrstu tölur um kl. 23:00 og lokatölur, úrslit og nöfn kjörinna fulltrúa verða birt um leið og það liggur fyrir.