17. okt. 2018

,,Fljúga hvítu fiðrildin" í Bessastaðakirkju

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla minntist Sveinbjarnar Egilssonar á hátíðardagskránni „Fljúga hvítu fiðrildin“ í Bessastaðakirkju, laugardaginn 6. október síðastliðinn í tilefni 10 ára afmælis félagsins. 

  • ,,Fljúga hvítu fiðrildin
    ,,Fljúga hvítu fiðrildin" í Bessastaðakirkju

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla minntist Sveinbjarnar Egilssonar á hátíðardagskránni „Fljúga hvítu fiðrildin“ í Bessastaðakirkju, laugardaginn 6. október síðastliðinn í tilefni 10 ára afmælis félagsins. 

Guðmundur Andri Thorsson hélt erindi um Sveinbjörn Egilsson, þýðingar hans og las úr verkum hans. Ragnheiður Gröndal frumflutti lag - nýja stemmu við texta Sveinbjarnar „Nú glóir æ á grænum lauki" og söng nokkrar barnavísna hans með Guðmundi Péturssyni, gítarleikara. Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari, flutti Fantasíu nr. 6 eftir G. Ph. Telemann. Félagið bauð svo gestum í lok dagskrár að þiggja veitingar í Marbakka, Álftanesi.

Menningar- og safnanefnd veitti félaginu styrk til að standa að viðburðinum.

,,Fljúga hvítu fiðrildin

,,Fljúga hvítu fiðrildin