22. okt. 2018

31 iðkandi Stjörnunnar í landsliðum Íslands á EM í hópfimleikum

Evrópumótið í hópfimleikum var haldið um helgina þar sem íslensku liðin stóðu sig afar vel. Alls var 31 iðkandi Stjörnunnar í landsliðum Íslands.

  • Kvennalið Íslands
    Kvennalið Íslands

Evrópumótið í hópfimleikum var haldið um helgina þar sem íslensku liðin stóðu sig afar vel. Ísland átti tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og blandað lið fullorðinna og tvö í unglingaflokki, stúlknalið og blandað lið unglinga. Alls var 31 iðkandi Stjörnunnar í landsliðum Íslands, m.a. Andrea Sif Pétursdóttir, íþróttamaður Garðabæjar 2017.

Þrjú ís­lensku liðanna náðu í verðlaun. Kvenna­landsliðið var í öðru sæti þriðja mótið í röð og var hárs­breidd á eft­ir sænska landsliðinu sem vann sinn þriðja Evr­ópu­meist­ara­titil í röð. Blönduð sveit full­orðinna hreppti þriðja sætið eins og stúlkna­landsliðið. Blandað landslið ung­linga varð svo í fjórða sæti.

Við óskum þessu flotta fimleikafólki til hamingju með árangurinn.

Blandað lið fullorðinna

Stúlknalið Íslands