Íbúar geta sent inn ábendingar og tillögur
Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2019-2022.
Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2019-2022. Allar ábendingar verða teknar til skoðunar á milli umræðna í bæjarstjórn.
 Innsendingarform vegna ábendinga má finna hér. 
Fjárhagsáætlun Garðabæjar verður tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember 2018.  Gert er ráð fyrir að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 6. desember 2018. 
Ábendingar geta t.d. snúið að:
- Tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar
- Nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna
- Verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins
