11. okt. 2018

Göngustígur eftir Búrfellsgjá endurnýjaður

Þessa dagana er verið að lagfæra og endurnýja um 1,8 km langan göngustíg eftir Búrfellsgjá, frá Vatnsgjá og Gjárétt yfir að sjálfum Búrfellsgíg. Samhliða því hefur verið hlaðið fyrir sprungur og stígurinn verið afmarkaður betur á hættulegum stöðum áberandi við gönguleiðina.

  • Göngustígur eftir Búrfellsgjá
    Göngustígur eftir Búrfellsgjá

Þessa dagana er verið að lagfæra og endurnýja um 1,8 km langan göngustíg eftir Búrfellsgjá, frá Vatnsgjá og Gjárétt yfir að sjálfum Búrfellsgíg. Samhliða því hefur verið hlaðið fyrir sprungur og stígurinn verið afmarkaður betur á hættulegum stöðum áberandi við gönguleiðina.

Stígurinn er endurbyggður með berandi fyllingarefni sem er síðan klætt með fíngerðara slitlagsefni. Búið að leggja stíginn alla leið inn að Búrfelli með þessu berandi efni og þessa dagana er verið er að ganga frá slitlaginu, en það er unnið til baka í átt að Vífilsstaðahlíð til að hlífa frágengnum stígnum við vinnuumferðinni.

Á síðustu árum hefur umferð um Búrfellsgjá aukist umtalsvert og ástand gróðurs við algengustu gönguleiðina inn gjánna verið slæmt og breitt svæði víða orðið uppsparkað. Eftir nokkur slys sem hafa orðið á og við gönguleiðina, auk þessa aukna álags var orðið fyrirsjáanlegt að leggja þyrfti afmarkaðan og vel byggðan stíg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur inn eftir Búrfellsgjá.

Verkefnið er að hluta styrkt af Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. 

Hér að neðan má sjá myndir af gönguleiðinni ásamt korti sem sýnir leiðina.

Göngustígur eftir BúrfellsgjáGöngustígur eftir BúrfellsgjáGöngustígur eftir Búrfellsgjá

Gulu línurnar sýna gönguleið að Búrfellsgjá og Búrfelli. P-merkið sýnir hvar hægt er að leggja bílum.
An-heitis