24. okt. 2018

Kvennafrí - þjónustuver Garðabæjar lokar kl. 14.55

Þjónustuveri Garðabæjar verður lokað kl. 14.55 í dag í tengslum við viðburðinn „Kvennafrí 2018 - Kvennaverkfall 24. október“ .  

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Þjónustuveri Garðabæjar verður lokað kl. 14.55 í dag í tengslum við viðburðinn „Kvennafrí 2018 - Kvennaverkfall 24. október“ .   Allir starfsmenn þjónustuvers Garðabæjar eru konur. 

Þeim tilmælum hefur verið beint til forstöðumanna hjá Garðabæ að gefa konum tækifæri til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október í krafti samstöðu með málstaðnum og konur hvattar til að fara á samstöðufund á Arnarhóli.  Í þeim tilvikum þar sem nauðsynlegt er að tryggja þjónustu eins og á leikskólum og tómstundaheimilum hefur verið leitað eftir samvinnu foreldra þar sem því verður við komið og komið til móts við þá sem þess þurfa.

Við þökkum sýndan skilning og vonum að sem flestir taki þátt í baráttunni.

Upplýsingar um Kvennafrí 2018