Fréttir: október 2018 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Bæjarráð heimsótti Urriðaholtsskóla

11. okt. 2018 : Bæjarráð heimsótti skóla og íþróttahús

Bæjarráð Garðabæjar fór í heimsókn í Urriðaholtsskóla, Flataskóla, Garðaskóla og íþróttamiðstöðina Ásgarð síðastliðinn þriðjudag.  Í heimsóknunum fengu fulltrúar ráðsins að hitta skólastjóra og forstöðumenn og heyra um það helsta sem er á döfinni á hverjum stað fyrir sig.

Lesa meira
Spilavinir í Bókasafni Garðabæjar

11. okt. 2018 : Forvarnavika tókst vel

Forvarnavika Garðabæjar var haldin 3.-10. október og lauk því í gær. Þema vikunnar í ár var heilsueflandi samvera og slagorðið var „Verum saman – höfum gaman“ en nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins komu með hugmyndir að slagorði.

Lesa meira
Haustlitir - menningardagskrá á vegum Norræna félagsins

10. okt. 2018 : Skemmtilegt ljóðakvöld

Haustlitir var yfirskrift menningarhátíðar á vegum Norrænu félaganna í Reykjavík og Garðabæ sem var haldin í byrjun október.  Sunnudagskvöldið 7. október var dagskrá í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju þar sem boðið var upp á ljóðalestur og tónlist.

Lesa meira
Bæjarfulltrúar og þingmenn funda

5. okt. 2018 : Samráðsfundur með þingmönnum

Föstudaginn 5. október funduðu bæjarfulltrúar Garðabæjar og þingmenn Suðvesturkjördæmis þar sem farið var yfir helstu mál sem eru á döfinni hjá Garðabæ. 

Lesa meira

4. okt. 2018 : Vel mætt á fyrsta viðburð í forvarnaviku

Opinn fræðslufyrirlestur um mikilvægi tengsla og samveru fyrir börn var haldinn í sal Sjálandsskóla síðastliðið miðvikudagskvöld. Foreldrar og starfsfólk í Garðabæ hlýddu á erindi og var fræðslufyrirlesturinn fyrsti viðburðurinn í forvarnaviku Garðabæjar sem stendur yfir frá 3.-10 október.

Lesa meira
Sjónarhorn úr öryggismyndavél við Garðaskóla

3. okt. 2018 : Öryggismyndavélar í Garðabæ

Alls eru um 130 öryggismyndavélar í notkun við fasteignir Garðabæjar, inni og úti,  og stefnt á áframhaldandi fjölgun þeirra á næstu misserum. 

Lesa meira
Síða 2 af 2