Forvarnavika tókst vel
Forvarnavika Garðabæjar var haldin 3.-10. október og lauk því í gær. Þema vikunnar í ár var heilsueflandi samvera og slagorðið var „Verum saman – höfum gaman“ en nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins komu með hugmyndir að slagorði.
-
Spilavinir í Bókasafni Garðabæjar
Forvarnavika Garðabæjar var haldin 3.-10. október og lauk því í gær. Þema vikunnar í ár var heilsueflandi samvera og slagorðið var „Verum saman – höfum gaman“ en nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins komu með hugmyndir að slagorði.
Almenn ánægja var með vikuna þar sem boðið var upp á fræðslu og viðburði tengt heilsueflandi samveru fyrir foreldra og börn í Garðabæ.
Afar vel var mætt á fyrsta viðburð forvarnaviku, miðvikudaginn 3. október. Um var að ræða fræðslufund fyrir foreldra þar sem Anna María Jónsdóttir geðlæknir og Róbert Marshall héldu sitt hvort erindið.
Þorgrímur Þráinsson var með fyrirlestur um forvarnagildi íþróttastarfs í vikunni ásamt því að spilavinir komu í Bókasafn Garðabæjar. Sápukúluvinnustofa var haldin í Hönnunarsafni Íslands og Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall voru með útivist fyrir fjölskyldur. Ratleikur var í gangi fyrir fjölskyldur ásamt því að samflot og kynning á hreystitækjum bæjarins voru einnig á dagskrá. Þá var UMFA með fjölskyldudag á Álftanesi.