11. okt. 2018

Bæjarráð heimsótti skóla og íþróttahús

Bæjarráð Garðabæjar fór í heimsókn í Urriðaholtsskóla, Flataskóla, Garðaskóla og íþróttamiðstöðina Ásgarð síðastliðinn þriðjudag.  Í heimsóknunum fengu fulltrúar ráðsins að hitta skólastjóra og forstöðumenn og heyra um það helsta sem er á döfinni á hverjum stað fyrir sig.

  • Bæjarráð heimsótti Urriðaholtsskóla
    Bæjarráð heimsótti Urriðaholtsskóla

Bæjarráð Garðabæjar fór í heimsókn í Urriðaholtsskóla, Flataskóla, Garðaskóla og íþróttamiðstöðina Ásgarð síðastliðinn þriðjudag.  Í heimsóknunum fengu fulltrúar ráðsins að hitta skólastjóra og forstöðumenn og heyra um það helsta sem er á döfinni á hverjum stað fyrir sig.  

Á meðfylgjandi mynd með frétt má sjá fulltrúa bæjarráðs í heimsókn í Urriðaholtsskóla en myndin er tekin á þaki skólans.  Frá vinstri eru: Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi, Guðjón E. Friðriksson bæjarritari, Katrín Friðriksdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Björg Fenger bæjarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi og Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs. 

Bæjarráð Garðabæjar er skipað fulltrúum úr bæjarstjórn og fer, ásamt bæjarstjóra, með framkvæmdastjórn bæjarins og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki falin öðrum. Fulltrúar í ráðinu eru kjörnir til eins árs í senn.  Formaður bæjarráðs er Áslaug Hulda Jónsdóttir og aðrir í ráðinu eru: Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Sigurður Guðmundsson, Almar Guðmundsson og Ingvar Arnarson.  

Fundargerðir birtar á vefnum

Bæjarráð Garðabæjar fundar vikulega á þriðjudagsmorgnum og á þeim fundum sitja auk nefndarmanna, bæjarstjóri og sviðsstjórar bæjarins.  Fundargerðir bæjarráðs má lesa hér á vefnum ásamt fundargerðum annarra nefnda bæjarins.  Í fundargerðunum eru líka birt fylgigögn þeirra mála sem eru tekin fyrir á fundunum.   Fundargerð bæjarráðs er að jafnaði birt síðar sama dag og fundurinn er haldinn.