5. okt. 2018

Samráðsfundur með þingmönnum

Föstudaginn 5. október funduðu bæjarfulltrúar Garðabæjar og þingmenn Suðvesturkjördæmis þar sem farið var yfir helstu mál sem eru á döfinni hjá Garðabæ. 

  • Bæjarfulltrúar og þingmenn funda
    Bæjarfulltrúar og þingmenn funda

Föstudaginn 5. október funduðu bæjarfulltrúar Garðabæjar og þingmenn Suðvesturkjördæmis þar sem farið var yfir helstu mál sem eru á döfinni hjá Garðabæ. Fundurinn er liður í kjördæmadögum alþingis sem standa nú yfir.

Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og varaforseti bæjarstjórnar Garðabæjar, var fundarstjóri fundarins og bauð þingmenn velkomna til samráðsfundarins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fór yfir helstu verkefni sem eru á döfinni hjá Garðabæ, þar á meðal áform um uppbyggingu sem er framundan skv. skipulagi, friðlýsingar í bæjarlandinu, mögulega nýtingu á fasteigninni Holtsbúð fyrir heilbrigðisstarfsemi og umferðarmál við Hafnarfjarðarveg og áherslur bæjarstjórnar Garðabæjar um stokkalausn þar. Að lokinni kynningu fóru fram umræður og fyrirspurnir bæjarfulltrúa og þingmanna.

Samgöngumál, rekstur Garðabæjar, þjónusta við fatla, húsnæðismál o.fl.

Mörg mál báru á góma í umræðum bæjarfulltrúa og þingmanna þar má helst nefna samgöngumál bæði í Garðabæ sem og almennt á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega áherslur á stokkalausn við Hafnarfjarðarveg og mögulega útfærslu. Einnig var rætt um rekstur Garðabæjar, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samgönguáætlun ríkisins, uppbyggingu í Garðaholti, húsnæðisáætlun sveitarfélagsins, félagslegt húsnæði, þjónustu við fatlað fólk, sérkennslustuðning og snemmtæka íhlutun í leik- og grunnskólum, samvinnu og áherslur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk annarra mála.

Bæjarfulltrúar og þingmenn funda