10. okt. 2018

Skemmtilegt ljóðakvöld

Haustlitir var yfirskrift menningarhátíðar á vegum Norrænu félaganna í Reykjavík og Garðabæ sem var haldin í byrjun október.  Sunnudagskvöldið 7. október var dagskrá í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju þar sem boðið var upp á ljóðalestur og tónlist.

  • Haustlitir - menningardagskrá á vegum Norræna félagsins
    Haustlitir - menningardagskrá á vegum Norræna félagsins

Haustlitir var yfirskrift menningarhátíðar á vegum Norrænu félaganna í Reykjavík og Garðabæ sem var haldin í byrjun október.  Sunnudagskvöldið 7. október var dagskrá í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju þar sem boðið var upp á ljóðalestur og tónlist.  Einnig gátu gestir notið myndlistar og skoðað verk sem voru stillt upp í salnum í tilefni kvöldsins.  Um 40 gestir sóttu ljóðakvöldið og höfðu margir á orði að ljóðaflutningurinn hefði verið einstaklega skemmtilegur.  
Bæði íslensk og erlend ljóðskáld lásu upp úr verkum sínum. Meðal þátttakenda í hátíðinni voru:  Karstein Bjarnholt, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Þór Stefánsson, Birgir Svan Símonarson, Anna Karin Júlíússen, Anna S. Björnsdóttir o.fl. 

Dagskráin í Garðabæ var haldin á vegum Norræna félagsins í Garðabæ í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar.