25. okt. 2018

Göngu- og hjólateljarar í Garðabæ

Í sumar var settur upp nýr gönguteljari sem mælir fjölda ferða hjólandi og gangandi á stíg sem liggur að Búrfellsgjá með því markmiði að fylgjast með umferð vegfaranda. Teljarinn gefur skýra mynd af fjölda fólks á tilteknu svæði og nýtist því t.d. vel á nýjum bílastæðum sem eru komin í gagnið í Heiðmörk við Búrfellsgjá/Selgjá.

  • Gönguteljari á stíg sem liggur að Búrfellsgjá
    Gönguteljari á stíg sem liggur að Búrfellsgjá

Í sumar var settur upp nýr gönguteljari sem mælir fjölda ferða hjólandi og gangandi á stíg sem liggur að Búrfellsgjá með því markmiði að fylgjast með umferð vegfaranda. Teljarinn gefur skýra mynd af fjölda fólks á tilteknu svæði og nýtist því t.d. vel á nýjum bílastæðum sem eru komin í gagnið í Heiðmörk við Búrfellsgjá/Selgjá.

Einnig hefur verið settur upp nýr hjólateljari við Arnarnesstíginn, við endann á Hegranesi.

Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur samþykkt að setja upp enn fleiri teljara á næsta ári. Stefnt er að þvi að setja upp göngu- og hjólateljara við stíginn við Reykjanesbraut og gönguteljara við Vífilsstaðavatn.

Munurinn á annars vegar gönguteljara og hins vegar göngu- og hjólateljara er sá að gönguteljarinn nemur þá sem framhjá fara án þess að gera greinarmun á gangandi og hjólandi á meðan göngu- og hjólateljari gerir greinamun og getur einnig hraðamælt.

Hægt er að fylgjast með tölum úr nýju teljurunum á kortavef Garðabæjar.