26. okt. 2021

Íbúafundur í Urriðaholti fimmtudaginn 28. okt kl. 17-19

Fimmtudaginn 28. október nk. kl. 17-19 verður haldinn fundur um málefni íbúa Urriðaholts og nágrannavörslu í Urriðaholti. Fundurinn er haldinn í samvinnu Garðabæjar og íbúasamtaka Urriðaholts og verður haldinn í Urriðaholtsskóla. 

 • Séð yfir Urriðaholt. Ljósmynd: Þráinn Hauksson, Landslag
  Séð yfir Urriðaholt. Ljósmynd: Þráinn Hauksson, Landslag

Fimmtudaginn 28. október nk. kl. 17-19 verður haldinn fundur um málefni íbúa Urriðaholts og nágrannavörslu í Urriðaholti.  Fundurinn er haldinn í samvinnu Garðabæjar og íbúasamtaka Urriðaholts og verður haldinn í Urriðaholtsskóla.  Fundurinn hefst á aðalfundi íbúasamtakanna kl. 17:00 og svo tekur Garðabær við fundinum þar sem rætt verður um nágrannavörslu í Garðabæ og almenn málefni Urriðaholts verða einnig á dagskrá í lok fundar.   

Íbúar í Urriðaholti sem og aðrir áhugasamir um málefni íbúa í Urriðaholti og nágrannavörslu í hverfinu eru hvattir til að mæta á fundinn og það verður boðið upp á kaffi.

Þeir sem eiga ekki kost á að mæta á staðinn eða vilja fylgjast með heiman frá sér geta horft á fundinn á fésbókarsíðu Garðabæjar þaðan sem fundinum verður streymt.  Sjá hér:

Viðburður á facebook síðu Garðabæjar.

Dagskrá fundarins:

 • Kl. 17:00 Aðalfundur íbúasamtaka Urriðaholts, opinn öllum íbúum hverfisins
 • Kl. 17:30 Nágrannavarsla í Garðabæ
  Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, býður gesti velkomna
  Fulltrúi frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins kynnir tölfræði um þróun afbrota og góðar ábendingar um forvarnir og nágrannavörslu
  Sunna Sigurðardóttir, verkefnastjóri, kynnir innleiðingu á nágrannavörslu í Urriðaholti
 • Kl. 18:15 Málefni Urriðaholts, Gunnar Einarsson bæjarstjóri
  Fyrirspurnir og umræður