28. okt. 2021

Dagskrá á Hrekkjavöku

Hrekkjavakan hefur á síðustu árum haldið innreið sína á Íslandi þar sem börn og fullorðnir klæðast hræðilegum grímubúningum og hafa gaman. Skemmtilegir viðburðir fyrir fjölskylduna verða í boði í Garðabæ.

  • Graskersútskurður á bókasafninu
    Gleðilega hrekkjavöku!

Hrekkjavakan hefur á síðustu árum haldið innreið sína á Íslandi þar sem börn og fullorðnir klæðast hræðilegum grímubúningum og hafa gaman. Skemmtilegir viðburðir fyrir fjölskylduna verða í boði í Garðabæ.

  • Laugardaginn 30. október verður hrekkjavökustemning í Garðabæ. Frá kl. 11-14 verður graskersútskurður í Bókasafni Garðabæjar þar sem allir eru hvattir til að mæta með áhöld og í búningum.
  • Þá verða hrekkjavöku-djazztónleikar í Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 14. Það er kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari ásamt Ingibjörgu Fríðu söngkonu og sögumanni sem flytja dagskrá með leikrænum tilburðum en afturgöngur og köngulær koma við sögu. Tónlistarmennirnir flytja þekkta jazztónlist sem þau setja í hrekkjavökubúning og gestir eru hvattir til að klæða sig í hræðilega búninga í tilefni dagsins. Tónleikarnir eru ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
  • Mánudaginn 1. nóvember kl. 18 mun Emil Hjörvar Petersen fjalla um hrollvekjubókmenntir, um sögu þeirra, mismunandi tegundir og stöðu á Íslandi ‒ og svo segir hann líka frá því hvað hann hefur í huga við hryllingsskrif. Emil er þekktur fyrir að skrifa fantasíur sem oft eru í myrkari kantinum og undanfarið hefur hann einbeitt sér að hrollvekjunni. Ó, Karítas vakti mikla athygli og nú í haust kemur út áttunda skáldsagan hans, Hælið. Fyrirlesturinn er fluttur með styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Allir velkomnir.