Íbúar hvattir til að kynna sér fjárhagsáætlun Garðbæjar
Íbúar eru hvattir til að kynna sér fjárhagsáætlun Garðabæjar en með áætluninni fylgdi greinargerð sem útskýrir helstu áherslur í áætluninni. Þá má einnig finna nokkur fræðandi myndbönd um fjárhagsáætlun Garðabæjar á vefnum.
Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2023 leit dagsins ljós í byrjun desember og hefur verið kynnt fyrir íbúum á vef bæjarins. Þá var haldinn opinn fundur í Sveinatungu í síðust viku um fjárhagsáætlunina þar sem íbúar gátu komið á fundinn og fræðst um áætlunina þar sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði eins og rekstur og fjárhagsstöðu, þjónustu, fræðslumál, velferðarmál, framkvæmdir, umhverfi, menningu og mannlíf.
Í fjárhagsáætlun Garðabæjar má finna upplýsingar um verkefni framundan í sveitarfélaginu. Þar kemur t.d. fram að lögð sé áhersla á endurbætur á húsnæði og lóðum sveitarfélagsins en framlög til endurbóta skólahúsnæðis, íþróttamannvirkja og skólalóða verða einnig þrefölduð milli ára.
Fasteignagjöld á íbúa koma til með að lækka í 0,166 prósent og munu vatns- og holræsagjöld einna lækka á árinu 2023. Gjaldskrá bæjarins hækkar um 7 prósent og útsvar helst óbreytt í 13,7 prósent. Framlög til sumarfrístundar barna verða stóraukin og lögð verður áhersla á forvarnir í starfi félagsmiðstöðva. Einnig verður settur á laggirnar sérstakur þróunarsjóður fyrir skapandi greinar.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér fjárhagsáætlun Garðabæjar hér á vefnum en með áætluninni fylgdi greinargerð sem útskýrir helstu áherslur í áætluninni. Þar má einnig finna nokkur fræðandi myndbönd um fjárhagsáætlun Garðabæjar.