14. des. 2022

Nýtt umdæmisráð og barnaverndarnefndir lagðar niður

Þann 13. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.

  • Þann 13. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs
    Þann 13. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.

Þann 13. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.

Umdæmisráðið verður skipað þremur aðilum, lögfræðingi sem er jafnframt formaður ráðsins, sálfræðingi og félagsráðgjafa.

Sveitarfélögin munu hvert um sig bera ábyrgð á vinnslu barnaverndarmála líkt og verið hefur en ákvörðunarvaldið þegar kemur að þyngsta enda málanna er nú fært til sjálfstæðra stjórnsýslunefnda, þ.e. umdæmisráða, en starfsemi þeirra verður aðskilin frá barnaverndarþjónustu sveitarfélaganna. Umdæmisráðin fá þá afmarkað hlutverk en þau taka eingöngu fyrir barnaverndarmál sem barnaverndarþjónustur sveitarfélaganna vísa til þeirra, þegar taka þarf íþyngjandi ákvarðanir með úrskurði og samþykki liggur ekki fyrir. Umdæmisráðin munu því t.d. taka ákvarðanir um fóstur, um hvort heimilt sé að beita úrræðum án samþykkis foreldra þegar þörf er á og fjalla um og úrskurða um umgengni kynforeldra við börn sem eru í fóstri.

Í máli Regínu Ásvaldsdóttur, formanns Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, við undirritunina kom fram að það væru miklar væntingar bundnar við þetta nýja fyrirkomulag sem væri til þess fallið að tryggja enn frekar faglega málsmeðferð í þessum mikilvæga málaflokki.

Aðdragandi málsins er sá að 1. janúar 2023 koma til framkvæmda breytingar á barnaverndarlögunum sem leiða til þess að barnaverndarnefndir í núverandi mynd verða lagðar niður. Þeirra í stað verða sett á laggirnar umdæmisráð barnaverndar.