23. des. 2022

Taktu þátt í vali á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar (ÍTG) til íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar 2022. Vefkosning hefst 23. desember og stendur yfir til og með 1. janúar 2023.

  • Íþróttafólk Garðabæjar

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar (ÍTG) til íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar 2022. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur yfir frá 23. desember 2022 til og með 1. janúar 2023.

ÍTG mun síðan velja milli þeirra sem tilnefndir eru og styðjast við niðurstöðu vefkosningarinnar við það val. Tilkynnt verður um val á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar á íþróttahátíð Garðabæjar sem fer fram sunnudaginn 8. janúar 2023 í Miðgarði kl. 13:00

Þau sem tilnefnd eru fyrir árið 2022 eru; Ásta Kristinsdóttir fimleikakona, Ekaterina Bond dansari, Helena Rut Örvarsdóttir handboltakona, Hulda Clara Gestsdóttir kylfingur, Jasmín Erla Ingadóttir knattspyrnukona, Alex Freyr Gunnarsson dansari, Aron Friðrik Georgsson kraftlyftingamaður, Guðmundur Ágúst Kristjánsson golfari, Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður. 

Hér má sjá nánar um þá sem tilnefndir eru.

Vefkosning - íþróttamenn Garðabæjar 2022