22. júl. 2021

Góð nágrannavarsla er mikilvæg

Núna þegar sumarfrí eru í hámarki er rétt að minna á gagnsemi nágrannavörslu. Samvinna íbúa og nágranna skiptir þar miklu máli. 

Núna þegar sumarfrí eru í hámarki er rétt að minna á gagnsemi nágrannavörslu.  Samvinna íbúa og nágranna skiptir þar miklu máli og að fylgjast með og láta vita af grunsamlegri hegðun, skrá bílnúmer og annað sem íbúar telja að geta gagnast lögreglu.  Grunsamleg atvik skulu tilkynnt tafarlaust til lögreglu í síma 112.

Góð ráð áður en haldið er í fríið

Forvarnir eigin heimilis

 • Loka vel gluggum og útihurðum
 • Ekki geyma stiga eða verkfæri á lóðinni
 • Hafa útiljósin kveikt, sérstaklega þegar fer að dimma á kvöldin.
 • Hafa svala- og garðhurðir læstar og með krækjum
 • Skipta um skrá þegar flutt er í nýtt húsnæði
 • Læsa þegar dvalið er í garðinum

Aðstoð við nágranna

 • Íbúi lítur eftir heimili nágrannans sé þess óskað
 • Munið að ákjósanlegt er að sá sem er beðinn um að gæta húss hafi það í sjónlínu frá t.d. gluggum og útidyrum. Látið þann vita sem lítur eftir húsinu ef ættingi eða vinur hefur verið beðinn um að líta inn af og til og fer þar með inn í húsið.

Nokkur dæmi um það sem góður granni getur gert

 • Hefur auga með grunsamlegum bíla- og mannaferðum.
 • Fylgist er með að póstur safnist ekki upp í bréfalúgu.
 • Setur sorp í ruslatunnu nágrannans.
 • Leggur bíl í heimreið.
 • Dregur frá/fyrir gluggatjöld.
 • Kveikir og slekkur ljós.
 • Slær blettinn

Minnum svo á ábendingar frá lögreglu um að tilkynna ekki um fjarveru frá heimili á samfélagsmiðlum.