16. júl. 2021

Tilraunagleði og sköpunarkraftur á lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Tilraunagleði og sköpunarkraftur einkenndi lokaviðburð Skapandi sumarstarfa sem fór fram á Garðatorgi fimmtudaginn 15. júlí sl. að lokinni 7 vikna sumarvinnu.

  • Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ 2021
    Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ 2021

Tilraunagleði og sköpunarkraftur einkenndi lokaviðburð Skapandi sumarstarfa sem fór fram á Garðatorgi fimmtudaginn 15. júlí sl. að lokinni 7 vikna sumarvinnu. Alls voru 17 ungmenni sem unnu að listsköpun og menningartengdri starfssemi í hópnum í sumar og verkefni þeirra voru sérlega fjölbreytt að þessu sinni.

Söngleikur, myndasögugerð og tölvuleikur voru meðal nýstárlegra verkefna, fatabreytingar, myndlist og hljóð voru viðfangsefni unga listafólksins. Myndirnar tala sínu máli en góð stemning var á lokaviðburðinum og verður án efa forvitnilegt að fylgjast með listafólkinu í framtíðinni.
Sjá líka fésbókarsíðu Skapandi sumarstarfa í Garðabæ.

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ 2021

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ 2021

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ 2021

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ 2021

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ 2021