22. júl. 2021

Listasmiðjur fyrir börn í Hönnunarsafninu

Í sumar hefur verið boðið upp á fjölbreyttar listasmiðjur fyrir börn í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg. Smiðjurnar fara fram á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 14-16 og síðustu smiðjur sumarsins verða 26. og 27. júlí nk. 

  • Listasmiðjur í Hönnunarsafninu
    Listasmiðjur í Hönnunarsafninu

Í sumar hefur verið boðið upp á fjölbreyttar listasmiðjur fyrir börn í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg 1.  Smiðjurnar fara fram á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 14-16 og síðustu smiðjur sumarsins verða 26. og 27. júlí nk.  Öll börn eru velkomin að taka þátt í smiðjunum sem eru ókeypis en börn undir 9 ára aldri þurfa að hafa fullorðinn með sér í listsmiðjurnar.

Sumarstarfsmennirnir þær Guðný Sara Birgisdóttir, myndlistarkona og hönnuður, og Birna Berg, tónlistarkona og framhaldsskólanemi, stýra smiðjunum í safninu.  Í smiðjunni þriðjudaginn 26. júlí er þemað órígamí, áferð og form í skemmtilegum pappír og í síðustu smiðjunni miðvikudaginn 27. júlí er þemað prentun með rusli og öðrum óhefðbundnum efniviði.  Smiðjurnar fara ýmist fram innandyra í safninu eða utandyra ef veður leyfir. 

Umfjöllun um listasmiðjurnar var birt í Fréttablaðinu fyrr í sumar. 
Sjá einnig viðburð á facebook