Jólatré hirt 7.-8. janúar
Jólatré verða hirt í Garðabæ 7.-8. janúar nk. Íbúar sem ætla að nýta sér þjónustuna eru beðnir um að ganga frá trénum út fyrir lóðamörk þannig að þau geti ekki fokið.
-
Hjálparsveit skáta sér um að hirða jólatré í Garðabæ dagana 7.-8. janúar
Jólatré verða hirt í Garðabæ 7.-8. janúar nk. Íbúar sem ætla að nýta sér þjónustuna eru beðnir um að ganga frá trénum út fyrir lóðamörk þannig að þau geti ekki fokið.
Félagar úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ sjá um að hirða jólatrén eins og fyrri ár.
Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs.