7. jan. 2022

Íþróttahátíð Garðabæjar verður sýnd á netinu sunnudaginn 9. janúar

Kjöri íþróttamanna ársins í Garðabæ verður lýst í útsendingu á vefnum sunnudaginn 9. janúar kl. 14. Þá verður einnig tilkynnt um val á „liði ársins“ og „þjálfurum ársins“ auk heiðursviðurkenninga vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

  • Merki íþróttahátíðar Garðabæjar

Vegna fjöldatakmarkana verður ekki haldin stór samkoma til að heiðra þá sem unnið hafa til afreka á árinu 2021 eins og gert hefur verið undanfarin ár. Kjöri íþróttamanna ársins, konu og karls, verður lýst í beinni útsendingu á vef Garðabæjar sunnudaginn 9. janúar kl. 14:00.

Sjá hlekk í beina útsendingu hér í viðburðadagatalinu (verður sett inn rétt fyrir útsendingu)

Þá verður einnig tilkynnt um val á „liði ársins“ og „þjálfurum ársins“ auk heiðursviðurkenninga vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

Þau sem hljóta viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, þátttöku með landsliðum eða verðlaun á erlendum vettvangi hafa nú þegar verið kölluð til og fengið sínar viðurkenningar afhentar. Myndir frá þeim afhendingum verða sýndar þegar kjöri íþróttakonu og íþróttakarls ársins 2021 verður lýst.

Hér má sjá upplýsingar um þá sem tilnefndir voru í kjöri íþróttamanna Garðabæ. Vefkosning almennings sem hafði áhrif á valið stóð yfir til 3. janúar sl.