10. jan. 2022

Sorphirðudagatal - auðveldara aðgengi að upplýsingum um næstu losun á sorp- og pappírstunnum

Á vef Garðabæjar er nú hægt að slá inn götuheiti og sjá á einfaldan hátt hvenær næsta sorp- eða pappírshirðing er í götunni.

Á vef Garðabæjar er nú hægt að slá inn götuheiti og sjá á einfaldan hátt hvenær næsta sorp- eða pappírshirðing er í götunni. Búið er að setja upp einfalt form til að hægt sé að fletta upp og sjá næstu losun í einstaka götum. Þar sést bæði hvenær næsta losun verður sem og allar aðrar losanir á árinu.

SORPHIRÐUDAGATAL- uppfletting eftir götum - smellið hér.

Dagatal-sorphirdu-3

 

Uppflettilausnin á vef Garðabæjar var sett upp í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ sem hefur þróað uppflettilausn sorphirðu á sínum vef. Eftir sem áður er líka hægt að sjá hefðbundið sorphirðudagatal á pdf-formi hér: Sorphirðudagatal 2022

Sorphirða í Garðabæ

Sorp frá heimilum er almennt hirt á 10-12 daga fresti. Tafir geta orðið vegna veðurs eða frídaga. Hvert heimili fær eina 240 l sorptunnu en í fjölbýlishúsum er einnig möguleiki á 660 l gámum, fyrir hverjar þrjár íbúðir. Hvert heimili fær einnig eina pappírstunnu, hún er tæmd á u.þ.b. 20 daga fresti. Plast má setja í sorptunnuna (orkutunnuna) í lokuðum plastpoka. Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu.

Sjá nánar um sorphirðu í bænum hér á vefnum.