12. júl. 2018

Jónsmessugleðin haldin í tíunda sinn

Jónsmessugleði Grósku var haldin í tíunda sinn fimmtudagskvöldið 21. júní sl. á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi.

  • Jónsmessugleði Grósku
    Jónsmessugleði Grósku

Jónsmessugleði Grósku var haldin í tíunda sinn fimmtudagskvöldið 21. júní sl. á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi.  Einkunnarorð Jónsmessugleðinnar frá upphafi hafa verið ,,Gefum, gleðjum og njótum".  Myndlistin var eins og fyrri ár í aðalhlutverki þar sem gestir gátu skoðað verk sem voru búin til sérstaklega i tilefni hátíðarinnar undir þemanu ,,Líf í tuskunum".  Auk félaga í Grósku tóku gestalistamenn frá öðrum stöðum þátt.

Einnig gátu gestir notið söngs og skemmtunar frá fjölmörgum listamönnum sem allir gáfu vinnu sína þetta kvöld.  Meðal þeirra sem komu fram voru fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar Pétur Jóhann Sigfússon með uppistand, kór Vídalínskirkju, Kvennakór Garðabæajr, GB Jazz, brasskvintett Garðabæjar, leikfélagið Draumar ofl.

Ungt fólk í skapandi sumarstarfi Garðabæjar tók þátt í hátíðinni að venju og sýndi fjölbreytta list sem hópurinn vinnur að í sumar.  

Á fésbókarsíðu Garðabæjar má sjá myndir frá Jónsmessugleðinni og einnig eru myndir á fésbókarsíðu myndlistarfélagsins Grósku.