27. júl. 2018

Frumleg uppskeruhátíð skapandi sumarstarfs

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Garðabæ var haldin fimmtudaginn 26. júlí sl. Á hátíðinni sýndu 14 ungir einstaklingar ýmis verk sem þau hafa unnið að í sumar,  bæði einstaklingsverkefni sem og hópaverkefni.

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Garðabæ var haldin fimmtudaginn 26. júlí sl. Á hátíðinni sýndu 14 ungir einstaklingar ýmis verk sem þau hafa unnið að í sumar,  bæði einstaklingsverkefni sem og hópaverkefni.  Fjölbreytt verk sem tengjast ljósmyndun, myndlist, myndasögu- og hreyfimyndagerð voru til sýnis í sýningarsal á Garðatorgi auk þess sem boðið var upp á tónlistaratriði á torginu innandyra í göngugötunni. 

Í sumar hefur hópurinn komið víða við í listsköpun sinni og tók m.a. þátt í Jónsmessugleði Grósku.  Einnig hafa ungmennin haldið einkasýningar á verkefnum sínum á ýmsum stöðum innan bæjarins, þar má nefna sýningu á teikningum á jarðhæð hjúkrunarheimilisins Ísafoldar sem stendur fram í miðjan ágúst, sýningar á teikningum í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi fram í miðjan ágúst, vegglistaverk í undirgöngunum við Garðaskóla og málverk á göngustíg í Sjálandinu, slagverkstónleika í Tónlistarskóla Garðabæjar, fatamarkað á Garðatorgi föstudaginn 27. júlí frá kl. 15-19, tónleika í anddyri Ásgarðs 28. júlí kl. 12:30,  í ágúst verður leiklestur á söngleik, ljósmyndasýning á Garðatorgi og sýning á Álftaneskaffi.  

Nánari tímasetningar verða auglýstar á fésbókarsíðu skapandi sumarstarfa.