31. mar. 2022

Saumavélakennsla og söngstund á Bókasafni Garðabæjar

Laugardaginn 2. apríl kl. 13:30 mun Bókasafn Garðabæjar bjóða upp á kennslu í fataviðgerðum og á saumavél.

Laugardaginn 2. apríl kl. 13:30 mun Bókasafn Garðabæjar bjóða upp á kennslu í fataviðgerðum og á saumavél. Fyrr í vetur fékk Bókasafnið til sín glænýja saumavél sem að gestir safnsins geta nýtt sér hvenær sem er, þeim að kostnaðarlausu. Ester Jónsdóttir, textílkennari mun leiðbeina á saumavélina. Gestir geta einnig tekið sína eigin saumavél með að heiman og fengið aðstoð.

Rétt á undan fer fram hin sívinsæla sögu – og söngstund með Þórönnu Gunný fyrir yngstu börnin.