Fimm bikarmeistaratitlar í Garðabæinn
Stjarnan var með sanni lið helgarinnar í bikarkeppnum körfuboltans því alls unnu flokkar félagsins fimm bikarmeistaratitla af þeim níu sem voru í boði.
-
Bikarmeistarar í mfl. karla í körfuknattleik. Mynd: Bára Dröfn -karfan.is
Stjarnan var með sanni lið helgarinnar í bikarkeppnum körfuboltans því alls unnu flokkar félagsins fimm bikarmeistaratitla af þeim níu sem voru í boði.
Stjarnan urðu VÍS bikarmeistarar í meistaraflokki karla á laugardaginn sl. eftir spennandi 93-85 sigur á Þór Þ. í úrslitaleik í Smáranum.
En Stjarnan varð ekki aðeins bikarmeistari í meistaraflokki karla heldur einnig í 9. flokki karla, 9. flokki kvenna, 10. flokki karla og 10. flokki kvenna.
Við óskum öllu þessu frábæra Stjörnufólki til hamingju með árangurinn!

Myndir: Bára Dröfn -karfan.is