21. apr. 2021

Götusópun hafin

Götusópun á aðalgötum Garðabæjar er hafin og verða þær sópaðar fram í maí. Sópun hefst í íbúðagötum samhliða vorhreinsun lóða. 

  • Göturnar sem verða sópaðar í fyrstu umferð í apríl.
    Göturnar sem verða sópaðar í fyrstu umferð í apríl. ATH fleiri myndir eru neðar í fréttinni.

Götusópun á aðalgötum Garðabæjar er hafin og stendur fram í maí. 

Eins og síðustu ár eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 10-21 maí og samhliða því hefst götusópun í íbúðahverfum.

Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Farið verður á milli allra hverfa bæjarins og þegar búið er að hreinsa garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðir kemur bíll sem sópar göturnar. 

Meðfylgjandi myndir sýna hvaða götur verða sópaðar í fyrstu umferð en frekari upplýsingar um vorhreinsunina má finna hér.

Göturnar sem verða sópaðar í fyrstu umferð í apríl.Göturnar sem verða sópaðar í fyrstu umferð í apríl.Göturnar sem verða sópaðar í fyrstu umferð í apríl.