26. apr. 2021

Fjölmargir nutu Jazzhátíðar heima við

Jazzhátíð Garðabæjar fór fram um helgina en hátíðin fór fram með rafrænum hætti í ár. Alls hlýddu 4279 manns á ferna tónleika á Jazzhátíð Garðabæjar.

  • ADHD spilaði á Jazzhátíð Garðabæjar.
    ADHD spilaði á Jazzhátíð Garðabæjar.

Jazzhátíð Garðabæjar fór fram um helgina en hátíðin fór fram með rafrænum hætti í ár. Glæsileg og fjölbreytt dagskrá var í boði en alls hlýddu 4279 manns á ferna tónleika á Jazzhátíð Garðabæjar. 

Jazzhátíðin féll niður í fyrra og voru því eflaust margir sem tóku hátíðinni fagnandi í þetta sinn og nutu hennar í rólegheitum heima. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar var Sigurður Flosason.

Hægt er að njóta allra tónleikanna á fésbókarsíðu Garðabæjar en einnig á vimeo til og með 2. maí.

Tónleikar ADHD: https://vimeo.com/539205605

Tónleikar Sigmars : https://vimeo.com/539204173

Tónleikar Jóels og félaga: https://vimeo.com/539200786

Tónleikar Sálgæslunnar og söngvara: https://vimeo.com/540326714