28. apr. 2021

Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar er hafið og stendur yfir til 8. maí nk. Bæjarfulltrúar tóku þátt í hreinsunarátakinu og sýndu gott fordæmi með því að hreinsa svæðið umhverfis Ásgarð ásamt lækjarsvæði. 

  • Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki 2021.
    Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki 2021.

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar er hafið og stendur yfir til 8. maí nk. Bæjarfulltrúar tóku þátt í hreinsunarátakinu og sýndu gott fordæmi með því að hreinsa svæðið umhverfis Ásgarð ásamt lækjarsvæði. Veðrið lék við bæjarfulltrúana sem tóku vel til hendinni.

Íbúar í Garðabæ eru hvattir til að taka nærumhverfi í fóstur og hlúa að því í hreinsunarátakinu. Þá eru nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar hvattir til að taka þátt. Starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa, hópa eða einstaklinga. Hægt er að nálgast poka í áhaldahúsinu við Lyngás 18 og þátttakendur eru hvattir til að flokka plast sérstaklega frá öðru rusli í glæran plastpoka.

Hér má lesa fyrri frétt um hreinsunarátakið.

 Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki 2021.

Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki 2021.

Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki 2021.


Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki 2021.