26. mar. 2018

FG vann Gettu betur

Lið Fjöl­brauta­skól­ans í Garðabæ sigraði í spurn­inga­keppn­inni Gettu bet­ur síðastliðinn föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem FG sigrar keppnina sem fór fram í Há­skóla­bíói og var sýnd í beinni út­send­ingu á RÚV.

  • FG sigraði Gettu betur
    FG sigraði Gettu betur

Lið Fjöl­brauta­skól­ans í Garðabæ sigraði í spurn­inga­keppn­inni Gettu bet­ur síðastliðinn föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem FG sigrar keppnina sem fór fram í Há­skóla­bíói og var sýnd í beinni út­send­ingu á RÚV. 

FG tryggði sér sig­ur gegn Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík þegar enn átti eft­ir að spyrja tveggja spurn­inga. Eins og gefur að skilja brutust út mik­il fagnaðarlæti hjá liðinu og stuðnings­mönn­um.

Loka­töl­ur urðu 34 stig FG gegn 24 stig­um Kvennó.

Lið FG skipuðu þau Guðrún Kristín, Jóel Ísak og Gunnlaugur.