26. mar. 2018

Flataskóli er eTwinning skóli

Flataskóli í Garðabæ hlaut titilinn eTwinning skóli á dögunum og varð þar með einn af fjórum fyrstu skólum á Íslandi til að fá þann titil.

  • eTwinning
    eTwinning

Flataskóli í Garðabæ hlaut titilinn eTwinning skóli á dögunum og varð þar með einn af fjórum fyrstu skólum á Íslandi til að fá þann titil. Landskrifstofan veitti skólanum viðurkenninguna sem byggist á öruggri netnotkun og breiðri þátttöku í eTwinningverkefnum og alþjóðasamstarfi, þ.e. að þátttakan byggir ekki á framtaki einstakra kennara heldur er hún markviss, nýtur stuðnings skólastjórnenda og nær til fjölda nemenda.

Þetta er í fyrsta sinn sem Landsskrifstofan veitir slíka viðurkenningu en skólarnir sem hlutu hana að þessu sinni voru Flataskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Leikskólinn Holt og Stóru-Vogaskóli.

 

Mikill ávinningur

Mikill ávinningur hlýst af viðurkenningunni sem er til tveggja ára í senn. Má sem dæmi nefna að eTwinning skólar fá tækifæri til að styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda, skólinn verður sýnilegri í skólasamfélagi eTwinning og fær tækifæri til að mynda tengsl við aðra eTwinning skóla. Eins er þetta gott tækifæri til að eflast enn frekar í upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi.

 

Nánari upplýsingar um viðurkenninguna má finna á vef Flataskóla.