Fréttir: mars 2018 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Skólaþing

8. mar. 2018 : Vel heppnað skólaþing

Skólaþing Garðabæjar fór fram í Flataskóla miðvikudaginn 7. mars. Þingið heppnaðist afar vel og mættu um 170 manns. Markmið skólaþingsins var að gefa íbúum tækifæri til að hafa áhrif á skólamál bæjarins og benda á hvað má gera betur í starfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla.

Lesa meira
Menntadagur

2. mar. 2018 : Innritun í grunnskóla og kynningar skóla

Innritun nemenda í 1. bekk og 8. bekk grunnskóla fyrir næsta skólaár stendur nú yfir og lýkur 20. mars nk. Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt. Á hverju vori eru grunnskólar í Garðabæ með kynningar í skólunum þar sem þeir bjóða foreldrum og forráðamönnum að koma í heimsókn.

Lesa meira
Sumarstörf

2. mar. 2018 : Sumarstörf fyrir ungt fólk

Fjölbreytt sumarstörf eru í boði sumarið 2018 fyrir ungmenni 17 ára og eldri. Um er að ræða störf í garðyrkju, slætti, almenn verkamannastörf, störf í umhverfishópum, störf á bæjarskrifstofu Garðabæjar, störf í Bókasafni Garðabæjar, störf í Hönnunarsafni Íslands, störf á heimilum fatlaðs fólks, störf í leikskólum, störf í þjónustu við eldri borgara, skapandi sumarstörf, störf með fötluðum ungmennum, störf í vinnuskóla og störf á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga.

Lesa meira
Skólaþing

1. mar. 2018 : Skólaþing Garðabæjar – Hvað finnst þér mikilvægast?

Skólaþing Garðabæjar verður haldið miðvikudaginn 7. mars nk. frá kl. 17:30-19:30 í sal Flataskóla við Vífilsstaðaveg. Íbúar, foreldrar/forráðamenn og aðrir áhugasamir um skólamál, eru velkomnir á skólaþingið til að taka þátt í umræðum um skólasamfélagið í Garðabæ, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

Lesa meira
Síða 2 af 2