Innritun í grunnskóla og kynningar skóla
Innritun nemenda í 1. bekk og 8. bekk grunnskóla fyrir næsta skólaár stendur nú yfir og lýkur 20. mars nk. Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt. Á hverju vori eru grunnskólar í Garðabæ með kynningar í skólunum þar sem þeir bjóða foreldrum og forráðamönnum að koma í heimsókn.
-
Menntadagur
Innritun nemenda í 1. bekk og 8. bekk grunnskóla fyrir næsta skólaár stendur nú yfir og lýkur 20. mars nk. Einnig fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Auk þess fer fram innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á tómstundaheimilum grunnskóla. Innritað er rafrænt á íbúavefnum Mínum Garðabæ.
Val um skóla - kynningar skóla
Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt. Á hverju vori eru grunnskólar í Garðabæ með kynningar í skólunum þar sem þeir bjóða foreldrum og forráðamönnum að koma í heimsókn. Kynningarnar fara fram á mismunandi dögum þannig að foreldrar/forráðamenn geta farið og heimsótt marga skóla. Einnig bjóða allir skólarnir foreldrum og forráðamönnum að koma í heimsóknir á öðrum tíma með því að hafa samband við skólana.
Hér má sjá yfirlit yfir kynningar í skólunum dagana 1.-15. mars. Þar eru einnig hlekkir yfir á vefi skólanna þar sem er að finna gagnlegar upplýsingar og fróðleik um skólastarfið.