1. mar. 2018

Skólaþing Garðabæjar – Hvað finnst þér mikilvægast?

Skólaþing Garðabæjar verður haldið miðvikudaginn 7. mars nk. frá kl. 17:30-19:30 í sal Flataskóla við Vífilsstaðaveg. Íbúar, foreldrar/forráðamenn og aðrir áhugasamir um skólamál, eru velkomnir á skólaþingið til að taka þátt í umræðum um skólasamfélagið í Garðabæ, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

  • Skólaþing
    Skólaþing

Skólaþing Garðabæjar verður haldið miðvikudaginn 7. mars nk. frá kl. 17:30-19:30 í sal Flataskóla við Vífilsstaðaveg.   Íbúar, foreldrar/forráðamenn og aðrir áhugasamir um skólamál, eru velkomnir á skólaþingið til að taka þátt í umræðum um skólasamfélagið í Garðabæ, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. 

Auglýsing (pdf-skjal)
Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar

Umræður á borðum, kórsöngur og uppistand  

Á þinginu verður leitast leiða við að svara spurningum eins og ,,Hvað er best við skólasamfélagið í Garðabæ?“ og ,,Hvað mætti vera betra við skólasamfélagið í Garðabæ?“  Umræður verða á borðum þar sem þátttakendum er skipt niður í hópa.   Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla, og Viktoría Jensdóttir, formaður leikskólanefndar stýra fundinum.  Barnakór leikskólans Hæðarbóls syngur nokkur vel valin lög fyrir gesti í upphafi þings og í lok fundar verður hinn stórskemmtilegi Bergur Ebbi með uppistand fyrir fundargesti.
  

Barnagæsla á staðnum – húsið opnar kl. 17:15

Húsið opnar kl. 17:15 og boðið verður upp á barnagæslu í Flataskóla á meðan á fundinum stendur.  Einnig geta fundargestir fengið sér súpu og brauð sem verður í boði á staðnum.  Allar upplýsingar um skólaþingið má sjá á vef Garðabæjar, gardabaer.is. 

Skólastefna Garðabæjar – forgangsröðun í skólamálum

Í gildandi skólastefnu Garðabæjar er metnaður, virðing, sköpun og gleði höfð að leiðarljósi.  Stefnan myndar umgjörð um faglegt skólastarf í bænum en í henni koma fram helstu áherslur skólastarfs í Garðabæ. Hverjum skóla er ætlað að marka sér sérstöðu með því að setja sér markmið og velja leiðir innan ramma aðalnámskrár og skólastefnu.  

Með því að taka þátt í skólaþingi Garðabæjar gefst tækifæri fyrir íbúa til að hafa áhrif á skólamál bæjarins og koma fram með áherslur um forgangsröðun í skólamálum og hvar má gera betur í starfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla.