8. mar. 2018

Söngleikur Garðalundar vekur lukku

Félagsmiðstöðin Garðalundur sem staðsett er í Garðaskóla, setur árlega upp söngleik og í ár var söngleikurinn Grease sýndur í skólanum í febrúar og fram í mars. Sýningin vakti mikla lukku hjá áhorfendum sem fylltu Garðaskóla kvöld eftir kvöld.

  • Grease söngleikur
    Grease söngleikur

Félagsmiðstöðin Garðalundur sem staðsett er í Garðaskóla, setur árlega upp söngleik og í ár var söngleikurinn Grease sýndur í skólanum í febrúar og fram í mars. Sýningin vakti mikla lukku hjá áhorfendum sem fylltu Garðaskóla kvöld eftir kvöld. 

Nemendur æfðu stíft fyrir sýninguna sem skilaði sér svo sannarlega og greinilegt að hópurinn skemmti sér einnig vel. 

Útvarpsviðtal á KrakkaRÚV

Útvarp KrakkaRÚV tók nokkra nemendur sem eru í söngleiknum tali á dögunum og þar kom margt áhugavert fram, t.d. hversu mörg og fjölbreytt hlutverkin eru, bæði á sviðinu sjálfu en einnig á bak við tjöldin. Rætt var við þau Andreu, Guðrúnu, Huldu og Nóa sem leika í sýningunni, Glóey og Björn Þór sem eru í hljómsveitinni, Jeff og Soffíu sem eru dansarar og Hákon sem er ljósa- og ræstitæknir. 

Hér er hægt að hlusta á innslagið sem byrjar á mínútu 4:16.