21. mar. 2018

Fuglar á vötnum og votlendi í Garðabæ

Fuglaskýrsla 2006
  • Séð yfir Garðabæ


Alls sáust 36 tegundir fugla í landi Garðabæjar í talningu sem fram fór árin 2000, 2004 og 2005. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, Fuglar á vötnum og votlendi í Garðabæ, sem segir frá talningu fugla í bæjarlandinu þessi þrjú ár. Júlía Ingvarsdóttir, formaður umhverfisnefndar og Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri veittu skýrslunni viðtöku nýlega. Höfundar hennar eru Ólafur Einarsson fuglafræðingur og Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari.

Tegundasamsetning og fjöldi fugla reyndist vera svipaður á milli staða og á milli ára. Vífilsstaðavatn, Vatnsmýri sunnan Vífilsstaða og Urriðavatn eru mikilvæg svæði fyrir fugla, sérstaklega vegna tengsla við þéttbýlið á Innnesjum. Höfundar skýrslunar telja nauðsynlegt að tryggja framtíð fuglafánunnar á þessum stöðum en nú þrengir að með fyrirhuguðum framkvæmdum við Urriðavatn. Tryggja þarf framtíð votlendis og móanna við vötnin. Leggja þeir til vöktun á lífríki votlendisins samhliða framkvæmdum.

Skýrslan er aðgengileg í PDF skjali undir umhverfismál.

Júlía Ingvarsdóttir veitir fuglaskýrslunni viðtöku

Júlía Ingvarsdóttir veitir skýslunni viðtöku frá höfundum hennar.