20. mar. 2018

Plastið í poka - myndband

Íbúar í Garðabæ geta nú sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir eru svo flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Á vef SORPU má finna einfalt og skemmtilegt myndband sem sýnir leiðina sem plastið fer.

  • Plast í poka
    Plast í poka

Íbúar í Garðabæ geta nú sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir eru svo flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. 

Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar. 

Ekki þarf neina sérstaka poka undir plastið, að öðru leyti en því að þeir þurfa að vera úr plasti. Íbúar geta því t.d. notað innkaupapoka eða aðra plastpoka sem til falla á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og nýta betur hráefni í plastinu. 

Á vef SORPU má finna einfalt og skemmtilegt myndband sem sýnir leiðina sem plastið fer.