28. apr. 2017

Áhugaverð söguganga um Arnarnes

Þriðjudaginn 25. apríl sl. var haldið í fyrstu fræðslu- og sögugöngu vorsins á Degi umhverfisins. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, sá um leiðsögn með aðstoð Erlu Biljar umhverfisstjóra Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Þriðjudaginn 25. apríl sl. var haldið í fyrstu fræðslu- og sögugöngu vorsins á Degi umhverfisins. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, sá um leiðsögn með aðstoð Erlu Biljar umhverfisstjóra Garðabæjar. Góð mæting var í gönguna og ágætis gönguveður þennan dag.  Göngugestir fengu að heyra fróðleik um skipulagsmál en aðallega sögu svæðisins.  Stansað var við markverð kennileiti og fjallað nánar um þau og þátttakendur miðluðu einnig af sinni reynslu og upplifun.

Meðal annars var stoppað við Arnarnesbæinn, sem var staðsettur nálægt gatnamótum Hegraness og Blikaness, Wegenerstöpull efst á Arnarneshæð, Þorgautsdys neðst í Súlunesi, Gvendarlind á opnu svæði milli Súluness og Þernuness og við Smiðjuhól í garði við Hegranes. Ýmis skemmtilegur fróðleikur var rifjaður upp í göngunni og meðal annars var sagt frá álögum á Smiðjuhól þar sem ekki mátti slá því þá myndi besta kýrin í fjósinu drepast. Að sjálfsögðu var hóllinn ekki sleginn og ekki enn í dag af eigendum lóðarinnar sem hóllinn er inná.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í göngunni.

Sögugangan er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar. Næst verður boðið upp á fuglaskoðun við Kasthúsatjörn á Álftanesi miðvikudaginn 10. maí kl. 20:00.