12. apr. 2017

Forseti Íslands heimsótti Ísafold

Forseti Íslands heimsótti hjúkrunarheimilið og þjónustumiðstöðina Ísafold fimmtudaginn 6. apríl sl. Þann dag hélt Ísafold upp á það að fjögur ár eru frá því að hjúkrunarheimilið var opnað formlega. Heimilismenn Ísafoldar sem og gestir sem sækja dagdvölina í Ísafold ?fjölmenntu í salinn á jarðhæð þar sem boðað var til kaffisamsætis með forsetanum.
  • Séð yfir Garðabæ

Forseti Íslands heimsótti hjúkrunarheimilið og þjónustumiðstöðina Ísafold fimmtudaginn 6. apríl sl. Þann dag hélt Ísafold upp á það að fjögur ár eru frá því að hjúkrunarheimilið var opnað formlega. Heimilismenn Ísafoldar sem og gestir sem sækja dagdvölina í Ísafold fjölmenntu í salinn á jarðhæð þar sem boðað var til kaffisamsætis með forsetanum. 

Ingibjörg Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og heimaþjónustu Garðabæjar, bauð gesti velkomna og því næst ávarpaði Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar samkomuna. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lýsti yfir ánægju sína með því að vera boðið í afmælið til Ísafoldar.  Nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar tóku líka vel á móti gestum og fluttu hugljúf lög.  Meðal þeirra nemenda sem stigu á stokk voru Jóel Ben Tompkins á fiðlu, Aníta Ósk Stefánsdóttir á fiðlu og Helga Sigríður Eyþórsdóttir Kolbeins.  Þau Alexandra Norðkvist og Emil Árnason spiluðu létt jazzlög þegar gestir gengu í hús. 

Árið 2017 er einnig mikið afmælisár hjá Sjómannadagsráði og Hrafnistu sem tók við rekstri hjúkrunarheimilisins Ísafoldar fyrr á þessu ári.  En í ár verður Sjómannadagurinn 80 ára, Hrafnista í Reykjavík 60 ára og Hrafnista í Hafnarfirði verður 40 ára. 

Meðfylgjandi myndir með frétt tók Hreinn Magnússon ljósmyndari.

Sjá líka frétt á vef forsetaembættisins.