10. apr. 2017

Hreinsunarátak í Garðabæ 18.-30. apríl

Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ verður dagana 18.-30. apríl nk. Þá geta hópar tekið sig saman um að hreinsa svæði í bæjarlandinu og fengið fjárstyrk að launum t.d. til að verðlauna sig með grillveislu að loknu góðu verki. Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu með það að markmiði að Garðabær verði einn snyrtilegasti bær landsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ verður dagana 18.-30. apríl nk. Þá geta hópar tekið sig saman um að hreinsa svæði í bæjarlandinu og fengið fjárstyrk að launum t.d. til að verðlauna sig með grillveislu að loknu góðu verki. Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu með það að markmiði að Garðabær verði einn snyrtilegasti bær landsins. 

Félög/hópar geta tekið þátt

Þau félög/hópar sem vilja taka þátt, með því að taka að sér hreinsunarverk í nærumhverfi sínu, geta haft samband við umhverfisstjóra Garðabæjar, Erlu Bil Bjarnardóttur,  í síma 525 8500 eða í netfangið: erlabil@gardabaer.is. Starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa, hópa eða einstaklinga.

Bæklingur um hreinsunarátakið og vorhreinsun lóða 

Íbúar Garðabæjar fengu nýverið sendan heim til sín bækling um hreinsunarátakið framundan og vorhreinsun lóða.  Í bæklingnum sem einnig er hægt að nálgast í þjónustuveri Garðabæjar og á vef bæjarins, gardabaer.is,  eru íbúar hvattir til að huga að eigin lóðum en einnig nærumhverfi sínu.  Þar er líka fjallað um safnkassa,  flokkun í grenndargáma, gróður á lóðum og lóðamörkum.  Íbúar eru hvattir til að vernda graseyjarnar í bænum með því að leggja ekki bílum sínum þar, hirða upp eftir hundana sína og að þvo ekki bíla með tjöruþvotti heima á plani til að menga ekki lækina okkar. 

Bæklingur um vorhreinsun 2017 (pdf-skjal)

Hér á vef Garðabæjar má nálgast ýmsan fróðleik um gróður á lóðum.  Vorhreinsun lóða í bænum fer fram dagana 15.-26. maí nk.