21. apr. 2017

Fyrsta sögugangan á Degi umhverfisins 25. apríl

Þriðjudaginn 25. apríl nk. á Degi umhverfisins verður haldið í sögugöngu um Arnarnesið undir leiðsögn Arinbjörns Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar. Gangan er létt og þægileg og á leiðinni verður fræðst um Wegenerstöpul og Gvendarlind.
  • Séð yfir Garðabæ

Þriðjudaginn 25. apríl nk. á Degi umhverfisins verður haldið í sögugöngu um Arnarnesið undir leiðsögn Arinbjörns Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar.  Gangan er létt og þægileg og á leiðinni verður fræðst um Wegenerstöpul og Gvendarlind.  

Sögugangan hefst kl. 17:00 og mæting er neðst í götunni Hegranes við Arnarneslæk, þangað er hægt að koma gangandi víða að en einnig er hægt að leggja bílum á bílaplani neðst í Hegranesinu. 

Sögugangan er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar.  Á síðasta ári var farið í fjölmargar sögugöngur á afmælisári Garðabæjar og voru þær vel sóttar.  Boðið verður upp á fleiri fræðslu- og sögugöngur í vor og haust og verða þær kynntar nánar með vorinu.

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar