23. des. 2020

Jólakúlujól 2020

Á vefnum covid.is er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Þar á meðal eru góð ráð fyrir jólin og hvatning til að halda upp á jól og áramót með öðru sniði. 

  • Höldum jólakúlujól
    Höldum ,,jólakúlujól" - og reddum þessu saman!

Á vefnum covid.is er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Þar á meðal eru góð ráð fyrir jólin og hvatning til að halda upp á jól og áramót með öðru sniði. 

Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Fyrir marga verður þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman, þó ekki fleiri en 10 saman, því samkvæmt þeim reglum sem við fylgjum til 12. janúar þá mega ekki fleiri vera í hverri ,,jólakúlu". Því er ljóst að þessi jól verði mögulega lágstemmdari og með breyttu sniði fyrir marga. Athygli er vakin á því að börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með í þessari tölu og ekki heldur þeir sem hafa fengið COVID-19.

Hér eru nokkur atriði sem innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar.

  • Eigum góðar stundir í okkar jólakúlu
  • Verndum viðkvæma hópa
  • Njótum rafrænna samverustunda
  • Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu okkar
  • Veljum jólavini (okkar jólakúlu)
  • Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi
  • Verslum á netinu ef hægt er 
  • Verum tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla
  • Kaupum máltíðir á veitingastöðum og tökum með heim
  • Sýnum varúð í ferðalögum milli landshluta
  • Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir.


Sjá nánari ráðleggingar um heimboð og veitingar, gistingu, ferðalög til og frá Íslandi, komur til landsins og upplýsingar fyrir rekstraraðila og fyrirtæki hér á covid.is