23. des. 2020

Íþróttamenn Garðabæjar 2020 - kosning

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af ÍTG til íþróttakonu og íþróttkarls 2020. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur frá 23. desember 2020 til 4. janúar 2021. 

  • Áhorfendur á íþróttahátíð Garðabæjar 2018
    Áhorfendur á íþróttahátíð Garðabæjar

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af ÍTG til íþróttakonu og íþróttkarls 2020. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur frá 23. desember 2020 til 4. janúar 2021. 

Þau sem tilnefnd eru nú eru; Aníta Ýr Þorvaldsdóttir knattspyrnukona í Stjörnunni, Ágústa Edda Björnsdóttir hjólreiðakona Tindi, Dagbjört Bjarnadóttir fimleikakona í Stjörnunni, Hanna Guðrún Stefánsdóttir handboltakona í Stjörnunni, Hulda Clara Gestsdóttir golfari í GKG, Alex Þór Hauksson knattspyrnumaður í Stjörnunni, Bjarki Pétursson golfari í GKG, Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður Víkingi, Tandri Már Konráðsson handboltamaður Stjörnunni og Ægir Þór Steinarsson körfuboltamaður Stjörnunni.

VEFKOSNING - íþróttamenn Garðabæjar 2020

Upplýsingar um þá sem eru tilnefndir og afrek þeirra.

Íþróttahátíð Garðabæjar með öðru sniði

Vegna fjöldatakmarkana verður ekki haldin stór samkoma til að heiðra þá sem unnið hafa til afreka á árinu 2020 eins og gert hefur verið undanfarin ár. Kjöri íþróttamanna ársins, konu og karls, verður lýst í beinni útsendingu á vef Garðabæjar sunnudaginn 10. janúar kl. 13:00. Þá verður einnig tilkynnt um val á „liði ársins“ og „þjálfurum ársins“ auk heiðursviðurkenninga vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

Þau sem hljóta viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, þátttöku með landsliðum eða verðlaun á erlendum vettvangi hafa nú þegar verið kölluð til og fengið sínar viðurkenningar afhentar. Myndir frá þeim afhendingum verða sýndar þegar kjöri íþróttakonu og íþróttakarls ársins 2020 verður lýst.