11. des. 2020

Götubitastemning í Garðabænum

Götubitavagnar hafa notið sífellt meiri vinsælda og fjölmargir slíkir hafa sést víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land undanfarið.

  • Götubiti á jólum
    Götubiti á jólum - matarvagnar mæta á Garðatorgið föstudaginn 11. des kl. 17-20

Götubitavagnar hafa notið sífellt meiri vinsælda og fjölmargir slíkir hafa sést víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land undanfarið.  

Götubitastemning á Garðatorgi 

Föstudaginn 11. desember kl. 17-20 mæta matarvagnar á vegum ,,Götubitans – Reykjavík Street Food” á Garðatorg undir yfirskriftinni ,,Götubiti á jólum”. Um 7 matarvagnar mæta á torgið í jólabúningi og verða þeir staðsettir austan megin á torginu við ráðhúsið og hjá bílastæðum norðan við Garðatorg 7 við Vífilsstaðaveg. Jólasveinar mæta einnig á staðinn um kl. 18:30.

Markmiðið er að setja upp lítinn jólamarkað á hjólum og koma með jólamarkaðs stemmingu inní hverfin með tilheyrandi jólastemmingu, matarvögnum og jólatónlist til þess að létta borgarbúum og nær sveitungum lundina á þessum skrítnu tímum.

Sjá nánar í viðburði á facebook-síðu Götubitarins.

Laugardaginn 12. desember verður einnig ,,Gullvagninn" á vegum Jóa í Ostabúðinni staðsettur á Garðatorgi austan megin við uppganginn úr bílakjallarum á miðju torginu frá kl. 15-20.

Á Garðatorgi er einnig að finna fjölbreyttar verslanir og veitingastaði fyrir þá sem eiga leið um torgið.  Gestir eru hvattir til að fara varlega og sýna tillitssemi, nota grímur og passa vel upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir.

Matarvagnar við Álftaneslaug

Föstudaginn 11. desember, verða matarvagnar staðsettir á malarplaninu við Álftaneslaug á vegum Félags íslenskra matarvagna þeir verða með nokkra vagna á staðnum og opið hjá þeim frá kl. 17-19:30.